þriðjudagur, 3. desember 2013

Jólatal vol2

Hefði átt að monta mig aðeins meira í síðasta bloggi á þessari sjálfstjórn sem ég þóttist hafa. Á sunnudeginum voru bakaðar smákökur, eftir að hafa lifað einn dag í einu að reyna að hemja mig, þá gat ég ekki meir.
Engifer kökur voru það,  guð minn góður það sem þær eru góðar! Þetta er það besta, með ísköldu glasi af kóki eða jólaöli.

Ég var svo heppin með aðstoðarbakara, sem sýndi þessum bakstri mikinn áhuga og stóð sig ótrúlega vel í deig-smökkun og hvatti mömmu sína og hrósaði í gríð og erg. "Mmmmm mamma, góð kaka" "Váá mamma en fallegt kaka" 




og svo hafa síðustu kvöld litið nákvæmlega svona út hjá mér. Enda hef ég tekið þá ákvörðun að stíga ekki fæti á vigtina fyrr en 1. febrúar. Þannig ég fæ alveg góðan mánuð eftir jólin til þess að jafna mig líkamlega og andlega á þessu áti.
Talandi um jólin ... ég er búin að reyna 3x að hengja upp jólaseríu hér inn í stofu, er þetta í alvöru svona erfitt? Ég hef allavega játað mig sigraða og mun bíða eftir unnustanum heim til þess að sjá um þetta. Vonandi verður hann komin einhvertíma fyrir jólin til þess að sjá um það. Annars er fínt að sleppa þeim bara, man svo vel eftir eymdinni í janúar þegar maður tekur seríurnar niður, guð hvað það verður allt dimmt og drungalegt, eins og janúar mánuður sé ekki nógu erfiður. Ætli ég geti fengið það í gegn að halda seríunum uppi þangað til í febrúar?


Þangað til næst.