þriðjudagur, 3. desember 2013

Jólatal vol2

Hefði átt að monta mig aðeins meira í síðasta bloggi á þessari sjálfstjórn sem ég þóttist hafa. Á sunnudeginum voru bakaðar smákökur, eftir að hafa lifað einn dag í einu að reyna að hemja mig, þá gat ég ekki meir.
Engifer kökur voru það,  guð minn góður það sem þær eru góðar! Þetta er það besta, með ísköldu glasi af kóki eða jólaöli.

Ég var svo heppin með aðstoðarbakara, sem sýndi þessum bakstri mikinn áhuga og stóð sig ótrúlega vel í deig-smökkun og hvatti mömmu sína og hrósaði í gríð og erg. "Mmmmm mamma, góð kaka" "Váá mamma en fallegt kaka" 




og svo hafa síðustu kvöld litið nákvæmlega svona út hjá mér. Enda hef ég tekið þá ákvörðun að stíga ekki fæti á vigtina fyrr en 1. febrúar. Þannig ég fæ alveg góðan mánuð eftir jólin til þess að jafna mig líkamlega og andlega á þessu áti.
Talandi um jólin ... ég er búin að reyna 3x að hengja upp jólaseríu hér inn í stofu, er þetta í alvöru svona erfitt? Ég hef allavega játað mig sigraða og mun bíða eftir unnustanum heim til þess að sjá um þetta. Vonandi verður hann komin einhvertíma fyrir jólin til þess að sjá um það. Annars er fínt að sleppa þeim bara, man svo vel eftir eymdinni í janúar þegar maður tekur seríurnar niður, guð hvað það verður allt dimmt og drungalegt, eins og janúar mánuður sé ekki nógu erfiður. Ætli ég geti fengið það í gegn að halda seríunum uppi þangað til í febrúar?


Þangað til næst. 

laugardagur, 30. nóvember 2013

Jólin

Ó það sem ég elska jólin! Elska mandarínurnar, smákökurnar, skammdegið, jólaljósin, stemminguna, matinn, fjölskylduboðin, jólalögin, kertaljósin, já bara allt sem tengist jólum!Fyrir þá sem þekkja mig er ég nú ekki sú flinkasta í höndunum þegar kemur að föndri! En þetta er mín útgáfa af aðventukrans þetta árið



Ferlega auðvelt en ótrúlega kjút!Svo er ég nánast búin að skreyta hér heima. Á bara eftir að setja upp seríur í stofugluggana og finna aðventuljósið mitt og þá er það tilbúið - Jú fyrir utan auðvitað jólatréð (ið?). Ef ég hefði enga sjálfstjórn þá væri ég sko búin að skreyta það, sem betur fer hef ég smá stjórn á mér!


Hægt að nota þessa Ikea skál í annað en undir ávexti. Þetta er á hvíta skenknum mínum á ganginum, og fengu hreindýrin mín að vera með þarna líka.
 



Já, þessir dunkar eru tómir. Er alltaf á leiðinni að baka smákökur til þess að hafa eitthvað not fyrir þá annað en bara jólalegt borðskraut - En þar kemur sjálfsstjórnin við 
sögu aftur! 



Auðvitað er Diego í sjónvarpinu í þessum jólaskreytingum. 



Ég var ekki alveg tilbúin að setja fallegu Ittala skálina mína inn í skáp svona rétt yfir hátíðirnar svo ég fann not fyrir hana í þessu jóladúlleríi , og kom það svona flott út!

 

Þarna fara öll jólakortin í, já ég vil fá jólakort! 



og auðvitað er konfektið komið á borð.

Nú er ég orðin svo góð með mig í föndrinu að ég er farin að föndra jólagjöf! Jah ... hlakka til að sjá útkomuna.

Þangað til næst .. 



föstudagur, 29. nóvember 2013

Quotes!


Stundum á erfiðum tímum er svo ótrúlega gott að lesa nokkur qoute um lífið til þess að peppa sig smá upp úr volæðinu.










Annars er helgin frekar óplönuð hjá mér. Ætla í kaupstaðarferð á morgun til Egilsstaða með nokkrum af uppáhalds að versla okkur smá jólaskraut, já og snæða. Það er nú alveg hægt að gera sér ferð fyrir góðan mat. Ójá!

Hafið það gott elsku vinir :*





miðvikudagur, 27. nóvember 2013

Í tísku ?

Mér finnst ég verða að byrja að blogga, bara því allir aðrir eru að því. 
Einnig því ég er grasekkja á Neskaupstað og hef lítið annað að gera en að hanga í tölvunni, skoða bloggsíður, pinterest, facebook, horfa á þætti og hugsa. Hugsa rooosa mikið, þá fannst mér tilvalið að deila mínum hugsunum og pælingum með alheiminum.
Ég veit ekki einu sinni hvort fólk muni lesa þetta blogg, en það má á þetta reyna er það ekki? 



Langar að byrja á því að deila með ykkur myndbandi sem ég er búin að horfa ítrekað á núna í viku, og ég verð að viðurkenna það fyrir einhverjum!
Ég skil allavega alveg allt fössið sem tengist þessum strákum - varð ofboðslega skotin í þeim í xfactor síðast.
Stay tuned :)