föstudagur, 28. febrúar 2014

Matarblogg?

Mér finnst ég verða að deila með ykkur einni ofboðslega góðri ommilettu-uppskrift. Kannski er ég bara svona ferlega sein að uppgötva þetta góðgæti, en hann Ísak mágur minn og stórkokkur kenndi mér þessa, og er hún alveg ferlega góð!

Ég ætla að vara ykkur við myndunum, ég get ekki tekið jafn girnilegar myndir eru í öllum matarbloggunum ..................


Það sem þarf í þessa uppskrift er egg, mjólk, fetaostur, haframjöl + salt&pipar
Strái svo heitu pizzakryddi yfir þegar þetta lýtur svona út!


Þegar búið er að steikja þetta þá set ég skinku og ost og bý til "samloku" - Tilbúið þegar osturinn er bráðnaður


Voila, svo má nú ekki hafa þetta of hollt og er rosa gott að hafa grænmetissósu með þessu.


Ég er þannig að þegar ég uppgötva eitthvað nýtt og gott, þá elda ég það oft, endalaust og alltaf!
Þessi ágæta ommiletta er t.d. búin að vera í kvöldmatinn 3x í þessari viku, enda er þetta svo ferlega auðvelt í eldun og ég nenni nú ekki að vera með stórsteikur fyrir okkur tvær.


 Mér til varnar þá sofnaði barnið fyrir kvöldmat í eitt skiptið svo hún er aðeins búin að þurfa að borða þetta 2x.
Mér til varnar 2, þá finnst henni þetta líka alveg ótrúlega gott!



Annars er voða lítið að frétta héðan. Það er kominn föstudagur! Þá er lítið annað að gera en að henda sér í flísbuxur, náttbol girtan oní, kósýpeysu og ullarsokka og liggja upp í sófa hafa það notarlegt.



Þangað til næst!

sunnudagur, 23. febrúar 2014

Föndur

Ég er nú ekki mikil föndurmanneskja, en er sko öll að koma til!
Allavega þá bjó ég til svona hálsmen í jólagjöf handa Lindu systir, svo átti móðir mín og tengdamóðir afmæli með 9 daga millibili og datt mér í hug að henda í svona handa þeim. Kostar engan pening og tekur mig hálftíma. Gaman að segja frá því að ég hef verið að sjá svona hálsmen á rúmlega 10.þúsund krónur á hinum ýmsu stöðum , sem er fáránlegt.

Hér er allavega útkoman :


Það er nauðsynlegt að hafa bjór og nammi við hönd !
 


Voila - þessar trékúlur er hægt að kaupa í allsskonar stærðum og gerðum , keypti svo þessa þrjá liti og svo gráan silkiborða. Ofboðslega fínt.


Svo var mér farið að vanta eitthvað meira punt hérna heima. Þar sem ég er algjör quote sökker þá tók ég mig til og skrifaði þessi upp í WORD og prentaði út og henti í ramma.






Þangað til næst.

mánudagur, 17. febrúar 2014

Forever21 - Wishlist!

Þegar mér leiðist þá fer ég inn á fatasíður og bý mér til körfu. Ekkert af því ég er að fara að versla, bara því mér finnst það gaman. Ég veit nú að ég er ekki sú eina sem stunda þetta.
Þetta eru nokkrar flíkur úr körfunni minni á F21, ég er nú það heppin að eiga yndislega móðursystur í Ameríkunni sem hefur af og til tekið á móti pöntunum frá okkur systrum og sent okkur. Er eiginlega hætt að þora að biðja hana, en það er samt svo ferlega langt síðan síðast ........
Þarf kannski að sannfæra unnustann fyrst. En af því að ég var að skrá mig úr utanlandsferðinni sem vinnan er að fara í, þá hlýt ég nú mega kaupa mér nokkrar flíkur. Já það hlýtur bara að vera! Segjum það allavega.



Ég er algjör sökker fyrir peysum. Á endalaust af þeim, og kaupi endalaust af þeim. Þessi finnst mér alveg ferlega falleg.

http://www.forever21.com/images/2_side_750/00088337-02.jpg

já og þessi.

http://www.forever21.com/images/4_full_750/00070625-02.jpg
Afskaplega fallegt Kimono



http://www.forever21.com/images/default_750/00140420-01.jpg

Mér finnst eitthvað við svona boli svo flott, við fallegar gallabuxur, flottan jakka og hæla. 
 


http://www.forever21.com/images/default_750/00065306-02.jpg




 





Þangað til næst.

sunnudagur, 16. febrúar 2014

SÓLIN!


LOKSINS!
Ég var sko algjörlega búin að gefa upp vonina um að sjá sólina og bláan himinn einhvertíma aftur. Í alvöru - Eftir 2 mánuði af snjókomu, rigningu og þungskýjuðu verður maður svolítið neikvæður. EN , allt kom fyrir ekki.
Merkilegt hvað þessi litla sólarglæta gleður mann. Ekki bara mig, ónei. Litlan var sko heldur betur ánægð, öskraði upp fyrir sig þegar hún sá sólina og gleðin þegar við rifum fram útifötin, snjóþotuna og fórum út að leika. JIBBÍ



Annars var helgin okkar alveg rosalega róleg og góð.
Dísan okkar og Beggi komu til okkar og höfðum við það einum of gott. Ég sjálf gerði nú ekki mikið þar sem augnsýkingin var allsráðandi yfir helgina og reyndi ég sem minnst að láta sjá mig á almannafæri, en nóg var að sjónvarpsglápi og nammiáti, nei það vantaði sko ekki!
Barnlausa parið sletti svo úr klaufunum bæði kvöldin á meðan gamlan (ég) fór upp í rúm kl 11, bæði kvöldin. Áfram ég!


 Ég ætla að eiga deit með þessum í kvöld...

Já og þessari - Svo byrjar afeitrun á morgun, ég lofa!



Þangað til næst!

miðvikudagur, 12. febrúar 2014

Góðan daginn.





Það sem að morgunbollinn er góður. Hver hefði vitað það? Allavega ekki ég, ég hef aldrei náð að drulla mér nógu snemma frammúr á morgnanna til að hafa tíma í að sitja og drekka kaffibolla og lesa kannski fjölmiðlana fyrir vinnu. Ónei, hér er legið uppí þangað til að ég hef helst ekki tíma til að henda barninu í föt og svo hlupið út.
En ekki í dag, nei í dag vorum við mæðgur komnar á fætur kl. 7 í morgun, við vorum nefnilega svo spenntar að fá sjómanninn okkar heim. Þannig ég sit núna við eldhúsborðið, klukkan korter í 8 með kaffibolla að skoða fjölmiðlana, jú og blogga. Þetta er ljúft, ætla að reyna þetta aftur næst!
Nú er ég farin í vinnu á meðan þau feðgin ætla að vera heima í dúlli saman í dag.




Já ég lýt svona út í dag, augnsýking - Takk Júlía!

þriðjudagur, 11. febrúar 2014

Langt síðan síðast - Heimilið mitt.

Já ég veit, það er ótrúlega langt síðan ég bloggaði síðast.Týpísk ég, að byrja á einhverju og klára það ekki. EN það er bara búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér, fyrst komu jólin og áramótin og rosa mikið sem fylgir því og svo fórum við á fullt í flutninga. Já þið heyrðuð rétt, flutningar. Þannig er nefnilega mál með vexti að í haust vorum við fjölskyldan í því að skoða þau hús sem komu á sölu hér í bænum og kolféllum algjörlega fyrir einu þeirra. Þann 2. janúar skrifuðum við undir kaupsamning og 28.janúar fengum við lyklana. Þvílík gleði :)
Við tók niðurpökkun, málingarvinna og allt sem þessu fylgir. Við erum svo ótrúlega heppin að eiga besta fólkið í kringum okkur og VÁ! hjálpin sem við fengum. Orð fá því ekki lýst hvað við erum þakklát fyrir allt saman.



 Mig langar til að sýna ykkur nokkrar myndir af fallega heimilinu okkar , njótið.....



Hér er höllin okkar ..  


    Öllum hent beint í málningarvinnuna :) 






                Þessi var svo dugleg alla helgina í þolinmæði og að passa litlu frænkuna sína,
        jú og málaði nú líka! (eruði að sjá útsýnið úr stofuglugganum mínum?)



Þetta gull sýndi andlegan stuðning alla helgina



Þessi plastveggdúkur var svo rifinn af ...



Með látum!



 
og svo var skálað!




og var þetta útkoman af forstofunni


Hér er horft úr forstofunni og inn í "miðrýmið"



 Hér er svo eldhúsið góða, ég vil að allir sýni elsku uppþvottavélinni okkar athygli.
Hún virkar eins og ný !


 

 og þá er það stofan. Það sem hún hefur verið til mikilla vandræða, of stór, en samt svo ekki. En ég er nú rosa ánægð með útkomuna, í bili allavega :)
 veggurinn á móti borðstofuborðinu


 prinsessuherbergið er nú ekki stórt, en við náðum sko að búa til alveg ótrúlega notalegt herbergi fyrir hana :)

 Tókum hurðarnar af fataskápnum og bjuggum til "dótaskáp"


 Leshornið - Eigum bara eftir að fá nýjan stól í það.




Við eigum eftir að fiffa okkar herbergi og svefnherbergisganginn, þær myndir verða að fá að koma seinna. 


Þangað til næst.