sunnudagur, 16. febrúar 2014

SÓLIN!


LOKSINS!
Ég var sko algjörlega búin að gefa upp vonina um að sjá sólina og bláan himinn einhvertíma aftur. Í alvöru - Eftir 2 mánuði af snjókomu, rigningu og þungskýjuðu verður maður svolítið neikvæður. EN , allt kom fyrir ekki.
Merkilegt hvað þessi litla sólarglæta gleður mann. Ekki bara mig, ónei. Litlan var sko heldur betur ánægð, öskraði upp fyrir sig þegar hún sá sólina og gleðin þegar við rifum fram útifötin, snjóþotuna og fórum út að leika. JIBBÍ



Annars var helgin okkar alveg rosalega róleg og góð.
Dísan okkar og Beggi komu til okkar og höfðum við það einum of gott. Ég sjálf gerði nú ekki mikið þar sem augnsýkingin var allsráðandi yfir helgina og reyndi ég sem minnst að láta sjá mig á almannafæri, en nóg var að sjónvarpsglápi og nammiáti, nei það vantaði sko ekki!
Barnlausa parið sletti svo úr klaufunum bæði kvöldin á meðan gamlan (ég) fór upp í rúm kl 11, bæði kvöldin. Áfram ég!


 Ég ætla að eiga deit með þessum í kvöld...

Já og þessari - Svo byrjar afeitrun á morgun, ég lofa!



Þangað til næst!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli