Já ég veit, það er ótrúlega langt síðan ég bloggaði síðast.Týpísk ég, að byrja á einhverju og klára það ekki. EN það er bara búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér, fyrst komu jólin og áramótin og rosa mikið sem fylgir því og svo fórum við á fullt í flutninga. Já þið heyrðuð rétt, flutningar. Þannig er nefnilega mál með vexti að í haust vorum við fjölskyldan í því að skoða þau hús sem komu á sölu hér í bænum og kolféllum algjörlega fyrir einu þeirra. Þann 2. janúar skrifuðum við undir kaupsamning og 28.janúar fengum við lyklana. Þvílík gleði :)
Við tók niðurpökkun, málingarvinna og allt sem þessu fylgir. Við erum svo ótrúlega heppin að eiga besta fólkið í kringum okkur og VÁ! hjálpin sem við fengum. Orð fá því ekki lýst hvað við erum þakklát fyrir allt saman.
Við tók niðurpökkun, málingarvinna og allt sem þessu fylgir. Við erum svo ótrúlega heppin að eiga besta fólkið í kringum okkur og VÁ! hjálpin sem við fengum. Orð fá því ekki lýst hvað við erum þakklát fyrir allt saman.
Mig langar til að sýna ykkur nokkrar myndir af fallega heimilinu okkar , njótið.....
Hér er höllin okkar ..
Öllum hent beint í málningarvinnuna :)
Þessi var svo dugleg alla helgina í þolinmæði og að passa litlu frænkuna sína,
jú og málaði nú líka! (eruði að sjá útsýnið úr stofuglugganum mínum?)
jú og málaði nú líka! (eruði að sjá útsýnið úr stofuglugganum mínum?)
Þetta gull sýndi andlegan stuðning alla helgina
Þessi plastveggdúkur var svo rifinn af ...
Með látum!
og svo var skálað!
og var þetta útkoman af forstofunni
Hér er horft úr forstofunni og inn í "miðrýmið"
Hér er svo eldhúsið góða, ég vil að allir sýni elsku uppþvottavélinni okkar athygli.
Hún virkar eins og ný !
Hún virkar eins og ný !
og þá er það stofan. Það sem hún hefur verið til mikilla vandræða, of stór, en samt svo ekki. En ég er nú rosa ánægð með útkomuna, í bili allavega :)
veggurinn á móti borðstofuborðinu
prinsessuherbergið er nú ekki stórt, en við náðum sko að búa til alveg ótrúlega notalegt herbergi fyrir hana :)
Tókum hurðarnar af fataskápnum og bjuggum til "dótaskáp"
Leshornið - Eigum bara eftir að fá nýjan stól í það.
Við eigum eftir að fiffa okkar herbergi og svefnherbergisganginn, þær myndir verða að fá að koma seinna.
Þangað til næst.
Æðislegt og til hamingju :* .... sko ég ærist yfir þessum Hansa hillum ... fylgdu þær með? og græna klósettið líka? ... en væri bara ekki tilvalið að setja einhvern fallegan skenk þarna við vegginn á móti borðstofuborðinu, svona ef þér finnst vera tómlegt :)
SvaraEyðaJá hansahillurnar fylgdu með! Elska þær :)
SvaraEyðaGræna klósettið fylgdi einnig með, fengum það í kaupbæti
Var búin að hugsa þetta með skenkinn, þarf aðeins að spá betur í þessu :)
Það er laaaaangbest að pissa í græna klósettið ég get fullvissað ykkur um það ;) en mikið er þetta flott hjá ykkur, hlakka til Koma í kaffi :) oog ja ps. Dótaskápurinn er snilldar hugmynd :)
SvaraEyða