Ég er nú ekki mikil föndurmanneskja, en er sko öll að koma til!
Allavega þá bjó ég til svona hálsmen í jólagjöf handa Lindu systir, svo átti móðir mín og tengdamóðir afmæli með 9 daga millibili og datt mér í hug að henda í svona handa þeim. Kostar engan pening og tekur mig hálftíma. Gaman að segja frá því að ég hef verið að sjá svona hálsmen á rúmlega 10.þúsund krónur á hinum ýmsu stöðum , sem er fáránlegt.
Hér er allavega útkoman :
Allavega þá bjó ég til svona hálsmen í jólagjöf handa Lindu systir, svo átti móðir mín og tengdamóðir afmæli með 9 daga millibili og datt mér í hug að henda í svona handa þeim. Kostar engan pening og tekur mig hálftíma. Gaman að segja frá því að ég hef verið að sjá svona hálsmen á rúmlega 10.þúsund krónur á hinum ýmsu stöðum , sem er fáránlegt.
Hér er allavega útkoman :
Það er nauðsynlegt að hafa bjór og nammi við hönd !
Voila - þessar trékúlur er hægt að kaupa í allsskonar stærðum og gerðum , keypti svo þessa þrjá liti og svo gráan silkiborða. Ofboðslega fínt.
Svo var mér farið að vanta eitthvað meira punt hérna heima. Þar sem ég er algjör quote sökker þá tók ég mig til og skrifaði þessi upp í WORD og prentaði út og henti í ramma.
Þangað til næst.
Engin ummæli :
Skrifa ummæli