sunnudagur, 2. mars 2014

Helgin í máli og myndum.


Við mæðgur störtuðum þessari helgi á kaffihúsinu eftir leikskóla á föstudaginn.


Stundum má maður bara borða kvöldmatinn inn í stofu, með Latabæ í tölvunni. Það er lúxus.


Svo hittum við góðar vinkonur og börnin þeirra í brunch á laugardaginn. Ekkert smá gott.

 
 Móðirin splæsti svo í sjálfsmyndir í tilefni bolludagsins.


Á leið í bollukaffi að kreista fram smá bros eftir rifrildi helgarinnar, sem snérist um það að hún vildi ekki fara í þessa peysu. En mamman er þrjóskari. allavega ennþá.


Knúsuðum hana Lilju Sóldísi alveg fullt um helgina, ó það svo er gott.


Hata ekkert þennan dag. Ekki neitt - annar í bollum á morgun.


Já, ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta blogg einkenndist af matarmyndum, en stundum er það bara þannig.
Annars var þetta ósköp notaleg helgi hjá okkur mæðgum. Gerðum lítið sem ekkert og höfðum það svo gott.


Þangað til næst.