föstudagur, 28. febrúar 2014

Matarblogg?

Mér finnst ég verða að deila með ykkur einni ofboðslega góðri ommilettu-uppskrift. Kannski er ég bara svona ferlega sein að uppgötva þetta góðgæti, en hann Ísak mágur minn og stórkokkur kenndi mér þessa, og er hún alveg ferlega góð!

Ég ætla að vara ykkur við myndunum, ég get ekki tekið jafn girnilegar myndir eru í öllum matarbloggunum ..................


Það sem þarf í þessa uppskrift er egg, mjólk, fetaostur, haframjöl + salt&pipar
Strái svo heitu pizzakryddi yfir þegar þetta lýtur svona út!


Þegar búið er að steikja þetta þá set ég skinku og ost og bý til "samloku" - Tilbúið þegar osturinn er bráðnaður


Voila, svo má nú ekki hafa þetta of hollt og er rosa gott að hafa grænmetissósu með þessu.


Ég er þannig að þegar ég uppgötva eitthvað nýtt og gott, þá elda ég það oft, endalaust og alltaf!
Þessi ágæta ommiletta er t.d. búin að vera í kvöldmatinn 3x í þessari viku, enda er þetta svo ferlega auðvelt í eldun og ég nenni nú ekki að vera með stórsteikur fyrir okkur tvær.


 Mér til varnar þá sofnaði barnið fyrir kvöldmat í eitt skiptið svo hún er aðeins búin að þurfa að borða þetta 2x.
Mér til varnar 2, þá finnst henni þetta líka alveg ótrúlega gott!



Annars er voða lítið að frétta héðan. Það er kominn föstudagur! Þá er lítið annað að gera en að henda sér í flísbuxur, náttbol girtan oní, kósýpeysu og ullarsokka og liggja upp í sófa hafa það notarlegt.



Þangað til næst!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli