laugardagur, 30. nóvember 2013

Jólin

Ó það sem ég elska jólin! Elska mandarínurnar, smákökurnar, skammdegið, jólaljósin, stemminguna, matinn, fjölskylduboðin, jólalögin, kertaljósin, já bara allt sem tengist jólum!Fyrir þá sem þekkja mig er ég nú ekki sú flinkasta í höndunum þegar kemur að föndri! En þetta er mín útgáfa af aðventukrans þetta árið



Ferlega auðvelt en ótrúlega kjút!Svo er ég nánast búin að skreyta hér heima. Á bara eftir að setja upp seríur í stofugluggana og finna aðventuljósið mitt og þá er það tilbúið - Jú fyrir utan auðvitað jólatréð (ið?). Ef ég hefði enga sjálfstjórn þá væri ég sko búin að skreyta það, sem betur fer hef ég smá stjórn á mér!


Hægt að nota þessa Ikea skál í annað en undir ávexti. Þetta er á hvíta skenknum mínum á ganginum, og fengu hreindýrin mín að vera með þarna líka.
 



Já, þessir dunkar eru tómir. Er alltaf á leiðinni að baka smákökur til þess að hafa eitthvað not fyrir þá annað en bara jólalegt borðskraut - En þar kemur sjálfsstjórnin við 
sögu aftur! 



Auðvitað er Diego í sjónvarpinu í þessum jólaskreytingum. 



Ég var ekki alveg tilbúin að setja fallegu Ittala skálina mína inn í skáp svona rétt yfir hátíðirnar svo ég fann not fyrir hana í þessu jóladúlleríi , og kom það svona flott út!

 

Þarna fara öll jólakortin í, já ég vil fá jólakort! 



og auðvitað er konfektið komið á borð.

Nú er ég orðin svo góð með mig í föndrinu að ég er farin að föndra jólagjöf! Jah ... hlakka til að sjá útkomuna.

Þangað til næst .. 



Engin ummæli :

Skrifa ummæli